  
Lýsing:
Mjög falleg, rúmgóð, 2ja - 3ja herbergja íbúð á 2. hæð (efstu) í litlu
fjölbýli. Góður inngangur, forstofa með skáp. Hol. Björt, rúmgóð stofa með
útgangi út á flísalagðar svalir. Ágætt eldhús með snyrtilegri, ljósri
innréttingu, keramik eldavél og límtrésborðplötum, opið inn í stofu. Innaf
eldhúsi er rúmgóð geymsla (getur verið herbergi) með glugga. Rúmgott
svefnherbergi með skáp. Ágætt baðherbergi með sturtuklefa, hvítri
innréttingu, flísum á gólfi og veggjum og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Ljóst parket og flísar á gólfum. Sérgeymsla á jarðhæð. Góð staðsetning. Búið
er að samþykkja að mála húsið að utan næsta sumar (2004). |