20. ágúst, 2002
ANNA FRIÐRIKSDÓTTIR ANNA FRIÐRIKSDÓTTIR
Anna Friðriksdóttir fæddist í Pottagerði í Staðarhreppi í Skagafirði 25. des. 1915. Foreldrar hennar voru hjónin Friðrik Sigfússon bóndi, f. 20. des. 1879 á Brenniborg í Neðribyggð, Lýtingsstaðahreppi, d. 12. okt. 1959, og kona hans Guðný Jónasdóttir frá Hróarsdal í Hegranesi, f. 16. mars 1877, d. 29. apríl 1949. Systkini Önnu voru sex: Steingrímur, f. 27. júní 1906, d. 2. ágúst 1997, Steinunn Björnína, f. 17. júní 1907, d. 16. sept. 1976, Margrét, f. 18. febr. 1909, d. 19. apríl 1986, Friðrik, f. 28. júní 1910, sem einn er eftirlifandi af systkinunum og býr á Sauðárkróki, Sigríður, f. 4. júlí 1917, d. 24. nóv. 2001, og Jóhanna, f. 8. maí 1920, dó úr berklum á Kristneshæli um tvítugt. Uppeldisbróðir Önnu var Karl Hólm Helgason, f. 7. mars 1930, d. 21. nóv. 2001.

Fjölskyldan bjó í Pottagerði frá 1906-1918 en fluttist þá að Jaðri í Staðarhreppi og bjuggu þar til 1931 er þau fluttu að Kálfárdal í Gönguskörðum þar sem þau bjuggu til 1935 þegar þau Friðrik og Guðný brugðu búi. Anna bjó í nokkur ár með Guðmundi Ólafssyni í Hafnarfirði og átti með honum soninn Ólaf Grétar, f. 26. febr. 1946, nú augnlækni í Reykjavík. Anna og Guðmundur skildu 1947. Ólafur kvæntist Láru Margréti Ragnarsdóttur hagfræðingi og núv. alþingismanni og eignaðist með henni þrjú börn: Önnu Kristínu, f. 26. mars 1966, stjórnsýslufræðing og núv. aðstoðarmann borgarstjórans í Reykjavík, Ingva Steinar, f. 24. mars 1973, nema í húsasmíði, og Atla Ragnar, f. 14. mars 1976, háskólanema. Núverandi sambýliskona Ólafs Grétars er Steinunn Aagot Kristjánsdóttir, f. 15. sept. 1962. Börn Önnu Kristínar og Sigurðar Böðvarssonar læknis eru: Lísa Margrét, f. 3.júlí 1987, Eysteinn, f. 14. des. 1990, og Bjarki, f. 12.jan. 1997.

Anna andaðist 12. ágúst sl. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 13:30.

 




 

© Morgunblaðið, 2002