Ferming

Myndin er tekin sumarið 1903 (fermingarmynd), sennilega sama dag og útidrykkjan.

Aftariröð frá vinstri: 1. Ásdís, 2. Karólína, 3. Þórdís, 4. Guðlaug, 5. Guðmundur.

Neðriröð frá vinstri: 6. Ólafur, 7. Margrét, 8. Kristín, 9. Soffía.

 

Þórdís María, fædd 12. júní 1881 í Danmörku og dáin í júlí 1903 á Kirkjubæjarklaustri.

Karólína Amalía, fædd 14. desember 1882 á Dagverðareyri og dáin 11. ágúst 1969, húsfreyja í Reykjavík. Maki var Jóhannes Jósefsson, glímukappi og síðar eigandi og forstöðumaður Hótels Borgar. Þau skildu.

Guðlaug Valgerður Oktavía, fædd 27. desember 1883 í Reykjavík og dáin 28. maí 1909.

Ásdís Charlotte, fædd 19. oktober 1887 í Reykjavík og dáin 30. september 1960, húsfreyja á Útskálum í Gerðahreppi, Gullbringusýslu, síðar á Akureyri. Maki var Friðrik Rafnar, prestur og síðar vígslubiskup.

Guðmundur Þorkell, fæddur 12. desember 1889 og dáinn 4. maí 1914, ritstjóri á á Akureyri.

Margrét Ólöf, fædd 21. apríl 1893 á Kirkjubæjarklaustri og dáin 21. maí 1927, húsfreyja á Akureyri. Maki var Pétur Ásgrímsson, verslunarmaður.

Ólafur Jóhannes, fæddur 24. febrúar 1897 á Kirkjubæjarklaustri og dáinn 2. janúar 1959, veitingamaður í Hafnarfirði og síðar í Reykjavík. Fyrri kona var Vilborg Eiríksdóttir, húsfreyja (úr Garði). Seinni kona hans var Guðrún Ingibjörg Jónsdótir, húsfreyja.

Soffía Fransiska, fædd 6.júní 1898 á Kirkjubæjarklaustri og dáin 11. júlí 1948, leikkona á Akureyri og í Reykjavík. Fyrri maður var Ágúst Jósefsson Kvaran, stórkaupmaður og leikstjóri á Akureyri. Seinni maður var Hjörleifur Hjörleifsson, fjármálastjóri í Reykjavík.

Kristín Guðný, fædd 11. september 1900 á Kirkjubæjarklaustri og dáin 21 ágúst 1972, húsfreyja í Reykjavík. Maki hennar var Magnús Pétursson, héraðslæknir í Reykjavík. (Kristín var seinni kona Magnúsar)