Gyðja réttlætisins

Hér er um að ræða styttu sem Guðlaugi Guðmundssyni var færð sem gjöf að skilnaði, þegar hann lét af störfum sem sýslumaður Vestur – Skaftfellinga. Styttan er gyðja réttlætisins með sverð og vogarskálar. Þá er ágrafinn silfurskjöldur á fætinum

Skaftfellingar kveðja sýslumann sinn.

Þegar Guðlaugur hætti sem sýslumaður Skaftfellinga var honum haldið veglegt kveðjuhóf að Kleifum. Þar var honum afhent stytta af gyðju réttlætisins og einnig var sungið eftirfarandi kvæði sem Ágúst Jónsson í Þykkvabæ í Landbroti hafði ort honum til heiðurs.

        Vér komum til að kveðja í hinsta sinni

        vér komum til að þakka liðna stund

        vér komum til að halda heiðursminni

        þótt hulin söknuð geymi marga lund.

 

        Að fullu vér ei fáum yðar notið

        þér framar hér ei myndið bræðralag

        hve stórt er skarð í skjöld vors héraðs brotið

        vér skiljum vel nær endum þennan dag.

 

        Þér hafið unnið vorri sveit til sóma

        og sífellt reynt að bæta úr vorum hag

        því skulu ávallt ástarþakkir óma

        fyrir öll þau störf um sérhvern ævidag.

 

Kvæðið kom til mín þann 28. desember 1995 frá Sigríði Þorsteinsdóttir, ekkju

Guðlaugs Guðmundssonar sonarsyni Guðlaugs sýslumanns. Guðlaugur Guðmundsson

skrifaði það eftir frásögn Þorbjörns Bjarnasonar frá Heiði.

 

Guðlaugur Hjörleyfsson tók saman.