Riddari af prússnesku Arnarorðunni

 

Heiðursmerkið “Riddari af prússnesku Arnarorðunni” sem Guðlaugi Guðmundssyni var veitt þann 29. nóv. 1903,  fyrir björgun þýskra skipbrotsmanna. Sennilega hafa þetta verið skipbrotsmenn af þýska togaranum Friedrich Albert frá Geestemünde sem strandaði á Svínafellsfjöru þann 19. janúar 1903. Við fyrstu fréttir af slysinu mun hann hafa tekið forustu um flutning skipbrotsmanna til læknis og hann átti þátt í að kalla Þorgrím lækni Þórðarson, héraðslækni í Hornafjarðarhéraði, til að aðstoða héraðslækninn í Síðuhéraði við að “operera hina kölnu skipbrotsmenn”. Í framhaldi af því er líklegt að hann hafi stutt spítalahaldið með ráðum og dáð, svo sem hann var með lífi og sál í sjálfum aðgerðunum. Eitthvað hefur uppákoman kostað, og voru fáir líklegri til að útvega fé til þess en Guðlaugur sýslumaður. Að lokum er líklegt að undir hann hafi heyrt að annast brottflutning skipbrotsmanna, þangað sem útgerðin tók við þeim.