Guðmundur Eiríksson    

                               

Guðmundur Eiríksson er fæddur 24.06.1874 að Stuðlum í Norðfirði.  

Ættartré

Víkingslækjarætt

Grafreitur

   

Heim

Fjölskylda

Guðmundur var sonur hjónanna Eiríks Filippussonar bónda á Sandvíkurstekk í Norðfirði f. 1879, d. 1908 og konu hans Guðnýjar Halldórsdóttur húsfreyju f. 1848, d. 22.10.1948.

Guðmundur kvæntist Þórunni Kristjánsdóttir 29. mars 1908, er enn liftir mann sinn, og bjuggu þau eystra þar til þau fluttu til Hafnafjarðar árið 1917, og hafa þau búið þar síðan að undanteknu einu ári, er þau áttu heimili í Reykjavík. Þeim hjónum varð 13 barna auðið átta þeirra eru nú á lífi, þar af 2 í ómegð. Einn son átti Guðmundur heitinn áður en hann giftist, og ber hann nafn föður síns og er nú búsettur kaupmaður í Hafnarfirði.

Starfsferill

Árið 1901 er Guðmundur samkvæmt Íslendingabók sjómaður í Sandvíkurstekk, Skorrastaðar/Nessókn, S-Múl. 1901. Útvegsbóndi í Merkinesi, Hafnarhr., Gull. 1910, síðar sjómaður í Hafnafirði 1930. Var í Hafnarfirði 1930 samkvæmt sömu heimildum.

Minnig Ágústs Jóhannessonar um Guðmund.

Nú eru 15 ár síðan ég kynntist fyrst Guðmundi Eiríkssyni er lést á sjúkrahúsi Hvítabandsins 27. apríl síðastl. (1935).

Við áttum báðir heima í Hafnarfiðri, er við kyntumst og sú kynning hélst. Þó á milli okkar bæri vík og vogur, Guðmundur Eiríksson var atorkusamur verkamaður meðan heilsa og kraftar leyfðu. Hann bar hita og þunga dagsins í hópi þeirra, sem við átakanlegstu örðugleikana eiga að glíma í lífinu átti hann því lítinn kost þess, að afla sér bóklegs þroska, en betur mundi fara ef allir verkamenn skildu köllun sína jafnvel og hann, stétt sinni tilheyrði hann heill og óskiftur, hugsjón jafnaðarstefnunnar var honum raunverulegur heimur, er hann trúði fastlega að mundi breitast í fullkominn veruleika fyrr eða síðar.

Ég heimsótti Guðmund heitinn í febrúar s.l. þá var hann lagstur rúmfastur og sté ei á fætur síðan. Hans síðustu orð við mig voru þessi. “Þó oss verkamönnum finnist stundum eitthvað ábótavant við suma forustumenn okkar, þá megum við ekki snúa baki við þeim, því þá svíkjum við þá miklu hugsjón sem er öllu mannkini til heilla, og hún verður að rætast”.

Lýsing

Guðmundur Eiríksson var meðalmaður á hæð, þéttur á velli og í lund, bart yfir svip hans, vinfastur, glaður og gunnreifur þrátt fyrir þó hann ætti við tilfinnanlega ómegð og heilsuleysi að etja í 12 ár af síðasta áfanga æfi sinnar.

En Guðmundur stóð ekki einn í sinni hörður lífsbaráttu, við hlið honum stóð góð og fórnfús kona sem bar með honum hina tungu byrgði til síðustu stundar, þökk sé henni.

Eilífðin stendur alltaf kyrr en við mennirnir erum farfuglar nú sakna ég eins af þeim bestu er ég kyntist í samtíð minni.