Ólafur Grétar Guðmundsson     

                           

Ólafur Grétar Guðmundsson, f. 26. feb. 1946 í Hafnarfirði, augnlæknir í Reykjavík.

Afrekaskrá

   

 

 

Heim

Fjölskylda

For.: Guðmundur Ólafsson, verkstjóri í Hafnarfirði, f. 14. jan. 1923 á Smærnavelli, Gerðahr., Gull., og k. h. Anna Friðriksdóttir fyrrv. starfsstúlka f. 25. des. 1915 í Pottagerði í Staðarhreppi, Skagafirði, þau skildu.

Föðurfor.: Ólafur Jóhannes Guðlaugsson, búfræðingur og veitingamaður í Hafnarfirði, f. 24. febr. 1896 í Kirkjubæjarklaustri, Kirkjubæjarhr., V.-Skaft., d. 2. jan. 1959, og k. h. Sveinína Magnea Vilborg Eiríksdóttir, f. 22. Okt. 1891 á Smærnavelli, d. 30. Júlí 1931.

Móðurfor.: Friðrik Sigfússon bóndi, f. 20. des. 1879 á Brenniborg í Neðribyggð, Lýtingsstaðahreppi, d. 12. okt. 1959, og kona hans Guðný Jónasdóttir frá Hróarsdal í Hegranesi, f. 16. mars 1877, d. 29. apríl 1949.

-K. Lára Margrét Ragnarsdóttir, alþingismaður og hagfræðingur, f. 9. okt. 1947, þau skildu.

For.: Vigdís Jónína Schram læknafulltrúi, f. 14. júní 1923 og Ragnar Tómas Árnason útvarpsþulur, f. 13. mars 1917, d. 3. mars 1984.

Börn þeirra: a) Anna Kristín stjórnmálafræðingur, f. 26. mars 1966, b) Ingvi Steinar nemi, f. 24. mars 1973, c) Atli Ragnar nemi, f. 24. mars 1976.

Seinni kona Ólafs Grétars er Steinunn Aagot Kristjánsdóttir, f. 15. september 1962, stúdent frá MS árið 1982, læknaritari.

 

For.: Kristján Jónasson, fulltrúi hjá Rafmagnsveitu Reykjvíkur, f. 9. maí 1937, og k.h. Rósa Þorsteinsdóttir, húsfreyja, f. 13. apríl 1939, d. 21. júlí 1971.

 

Hálfbróðir Ólafs, samfeðra, er Guðmundur Guðmundsson, f. 7.nóv. 1962 í Reykjavík, Véla- og rekstrarverkfræðingur í Garðabæ.

Námsferill

Stúdent frá M.R. stfd. 1966, I. eink. (7,29). Cand. med. frá H.Í. 20. júní 1973, I. eink. (198½ st./12,41). Amerískt útlendingapróf (ECFMG) í Reykjavík 1973. Norskt útlendingapróf 1980. Dr. med. frá Háskóla Íslands 21. nóv. 1987. Almennt lækningaleyfi á Íslandi 27. okt. 1975 og í Noregi 20. febr. 1981. Sérfræðingsleyfi í augnlækningum í Noregi 9. júní 1981 og á Íslandi 29. sept. 1982.

Starfsferill

Aðstoðarlæknir héraðslæknis í Álafosshéraði í júlí 1973 og á Vinnuheimilinu að Reykjalundi ágúst-nóv. s.á. Héraðslæknir í Álafosshéraði frá nóv. 1973 til mars 1974 og heilsugæslulæknir þar apríl-júní 1974, jafnframt aðstoðlæknir á Vinnuheimilinu að Reykjalundi frá nóv. 1973 til júní 1974. Kandídat á Landspítalanum, handlækningadeild, ágúst-okt. 1974, á fæðingar- og kvensjúkdómadeild nóv.-des. s.á., á Borgarspítalanum, slysadeild, jan.-mars 1975 og á Landspítalanum, lyflækningadeild, apríl-júlí s.á. Aðstoðarlæknir á Landspítaalanum, barnadeild, frá ágúst 1975 til jan. 1976 til maí 1977, jafnframt heilsugæslulæknir í Álafosshéraði. Aðstoðarlæknir og sérfræðinám í augnlækningum á Landakotsspítala, augndeild, frá júní 1977 til júní 1979. Sérfræðinám í augnlækningum á Haukeland Sykehus í Björgvin frá júní 1979 til sept. 1981, þar af aðstoðarlæknir á augndeild frá júní 1979 til ágúst 1980 og á taugasjúkdómadeild frá sept. 1980 til febr. 1981, staðgengill deildarlæknis jan.-mars og maí-ágúst 1980 og ráðinn deildarlæknir á augndeild mars-sept. 1981. Staðgengill aðstoðarlæknis á Karolinska sjukhuset í Stokkhólmi, augndeild, júní-ágúst 1980 og staðgengill yfirlæknis á Regionssjukhuset í Umeå, augndeild, júní-júlí 1981. Sérfræðinám í sjúkdomum á ytra borði augans og í aunónæmisfræði við Harvard University, Massachusetts Eye and Ear Infirmary og Eye Research Institute of Retina Foundation í Boston í Massachusetts frá okt. 1981 til júní 1983. Sjálfstætt starfandi augnlæknir í Reykjavík frá júlí 1983. Jafnframt augnskurðlæknir við Handlæknastöðina í Garðabæ 1984-86 og á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 1986-91. Sérfræðingur á augndeild Landakotsspítala frá sept. 1991 til okt. 1996 og á augndeild Landspítalans frá nóv. 1996.