
Þriðjudaginn 6. apríl, 2004 - Minningargreinar
Guðmundur Ólafsson, fv. verkstjóri í Hafnarfirði, fæddist á Smærnavelli í Gerðahreppi í Gullbringusýslu 14. janúar 1923. Hann lést á St. Jósefsspítalanum þriðjudaginn 30. mars síðastliðinn.
Guðmundur Ólafsson, fv. verkstjóri í Hafnarfirði, fæddist á Smærnavelli í Gerðahreppi í Gullbringusýslu 14. janúar 1923. Hann lést á St. Jósefsspítalanum þriðjudaginn 30. mars síðastliðinn. Guðmundur var sonur Ólafs Jóhannesar Guðlaugssonar, búfræðings og veitingamanns í Hafnarfirði, f. á Kirkjubæjarklaustri í Kirkjubæjarhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu 24. febrúar 1897, d. 2. janúar 1959, og Sveinínu Magneu Vilborgar Eiríksdóttur, f. á Smærnavelli 22. október 1891, d. 30. júlí 1931. Ólafur Jóhannes var sonur Guðlaugs Guðmundssonar alþingismanns, f. í Ásgarði í Grímsnesi 8. desember 1856, d. 5. ágúst 1913, hann giftist 30. maí 1882 Olivu Mariu, f. á Torekov á Skáni í Svíþjóð 21. mars 1858, d. 22. mars 1937, dóttur Olav Suenson, klæðskerameistara í Toreskov, og konu hans Marie Franzen. Sveinína Magnea var dóttir Eiríks Guðmundssonar, f. 21. janúar 1869, d. 3. desember 1933, bónda og sjómanns í Garðhúsum, og Guðrúnar Sveinsdóttur, f. 14. júní 1875, d. 17. ágúst 1969, húsfreyju í Garðhúsum í Útskálasókn.
Systkini Guðmundar eru Margrét húsmóðir, f. 25.4. 1924, búsett í Reykjavík, Jóhannes, f. 10.7. 1925, búsettur í Kaupmannahöfn, látinn, Sveinn, f. 31.8. 1926, búsettur í Keflavík, látinn og Þórdís Hulda, f. 12.9. 1927, búsett í Reykjavík, látin. Hálfbræður samfeðra eru Jón K. endurskoðandi, f. 7.5. 1935, búsettur í Reykjavík og Guðlaugur bólstrari, f. 10.11. 1942, búsettur í Reykjavík.
Guðmundur hóf sambúð í júní 1948. Kvæntist 22. júní 1963 Jónínu Magneu Guðmundsdóttur húsmóður, f. 7. ágúst 1923. Foreldrar Jónínu voru Guðmundur Eiríksson sjómaður, f. að Stuðlum á Barðsnesi 22. júní 1874 og kona hans Þórunn Kristjánsdóttir, f. í Kirkjuvogi í Höfnum 12. ágúst 1890, búsett í Höfnum, Norðfirði og síðar í Hafnarfirði.
Sonur þeirra; Guðmundur verkfræðingur, gæðastjóri Siglingastofnunar, f. 7.11. 1962, búsettur í Garðabæ. Maki Þórunn Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 26.8. 1970. Eiga þau saman tvo syni; Bjarka Ágúst, f. 21.12. 1993 og Hlyn Óskar, f. 24.6. 1996.
Fyrri sambúð með Önnu Friðriksdóttur, f. í Pottagerði í Staðarhreppi í Skagafirði 25. des. 1915, d. 12. ágúst 2002. Foreldrar hennar voru hjónin Friðrik Sigfússon bóndi, f. á Brenniborg í Neðribyggð í Lýtingsstaðahreppi 20. des. 1879, d. 12. okt. 1959, og kona hans Guðný Jónasdóttir frá Hróarsdal í Hegranesi, f. 16. mars 1877, d. 29. apríl 1949.
Sonur þeirra er Ólafur Grétar augnlæknir, f. í Hafnarfirði 26. febrúar 1946, búsettur í Reykjavík. Fyrri kona hans er Lára Margrét Ragnarsdóttir. Þau skildu. Börn þeirra eru Anna Kristín, f. 26. mars 1966, Ingvi Steinar, f. 24. mars 1973, og Atli Ragnar, f. 14. mars 1976. Seinni kona Ólafs Grétars er Steinunn Aagot Kristjánsdóttir, f. 15. september 1962.
Guðmundur fluttist úr Garðinum til Reykjavíkur 1930 með foreldrum sínum og þaðan til Hafnarfjarðar um áramótin 1940 og bjó þar síðan. Hann starfaði við akstur og bílaviðgerðir til 1950, var á bátum og togurum til 1957. Guðmundur komst af þegar M/s Edda fórst í ofsaveðri í Grundarfirði 16. október 1953. Hóf störf hjá Vita- og hafnamálastofnun 8. maí 1957. Hann tók sveinspróf í bifvélavirkjun 24. nóvember 1968. Starfaði sem vinnuvélstjóri og bifvélavirki til 1977 og verkstjóri hjá stofnuninni til 1991 er hann lét af störfum í árslok. Guðmundur var meðlimur í Félagi bifvélavirkja og félagi í Verkstjórafélagi Reykjavíkur.
Útför Guðmundar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15.
Örlögin höguðu því svo að ég hitti ekki föður minn (svo ég myndi eftir) fyrr en ég var 14 ára gamall - á fermingardaginn minn 22. maí 1960, norður á Sauðárkróki. Foreldrar mínir sem höfðu verið í sambúð í þrjú ár áður en ég fæddist, í Hafnarfirði, skildu er ég var eins og hálfs árs gamall og fluttum við móðir mín, Anna Friðriksdóttir, uppalin í Jaðri rétt hjá Glaumbæ í Skagafirði, til fjölskyldu hennar - Guðnýjar móður hennar Jónasdóttur frá Hróarsdal og Steingríms móðurbróður míns sem höfðu flutt frá Ingveldarstöðum á Reykjaströnd til Sauðárkróks í stríðsbyrjun. Ólst ég upp á þessu heimili til sextán ára aldurs er við mamma fluttum til Reykjavíkur og ég hóf nám í MR og gekk í KR.
Fermingarveislan var haldin á sæmdarheimili þeirra heiðurshjóna Guðjóns Sigurðssonar bakarameistara og Ólínu Björnsdóttur. Megi þeirra minning lifa sem lengst. - Ég hlýt að hafa verið mjög spenntur og e.t.v. taugaóstyrkur að kynnast föður mínum í alvöru í fyrsta skipti en ekki man ég eftir öðru en að strax hafi tekist góð kynni með okkur pabba og hann gaf mér vandað svissneskt Tissot-úr í fermingargjöf og gekk ég með það a.m.k. þar til ég lauk stúdentsprófi ef ekki lengur. Ég hafði séð mynd af pabba tekna u.þ.b. 15 árum áður í garðinum að Reykjavíkurvegi 30 í Hafnarfirði (þar sem ég fæddist) en þá var hann 25 ára. Á fermingardaginn var hann tæplega fertugur og ég varð ekki fyrir vonbrigðum - þetta var fjallmyndarlegur maður og líka elskulegur í viðmóti. Ég vissi ekki þá að hann var líka hetja, hafði líklega bjargað meirihluta skipshafnarinnar á M/S Eddu sem fórst í fárviðri á Grundarfirði haustið 1953. Áhöfnin komst í björgunarbát en á leiðinni í land króknuðu nokkrir áhafnarmeðlimir en meirihlutinn komst á bátnum upp á sker alllangt frá landi. Einungis tveir úr áhöfninni treystu sér til að reyna að synda í land, pabbi og skipstjórinn, Guðjón Illugason. Tókst þeim báðum að komast í land en þá var Guðjón nánast örmagna og treysti sér ekki lengra. Pabbi hins vegar hafði þrek til að ganga nokkra kílómetra til næsta sveitabæjar og kalla á hjálp. Skipstjóranum og meirihluta áhafnarinnar var bjargað. Pabba og Guðjón hefur örugglega ekki rennt í grun að 11 árum síðar skipuðu synir þeirra ásamt goðsögninni Valbirni Þorlákssyni landslið Íslands í tugþraut sem sigraði öll hin Norðurlöndin í landskeppni á Laugardalsvellinum og það varð fullt hús! Valbjörn setti Íslandsmet, Kjartan Guðjónsson (síðar tannlæknir í Hf.) setti unglingamet og undirritaður setti drengjamet. - Næst eftir ferminguna hitti ég pabba fyrir tilviljun vestur á Hólmavík sumarið 1961. Ég var þar að spila fótbolta með Tindastóli gegn Strandamönnum. Ég hafði á tilfinningunni að einhver í áhorfendahópnum væri sérstaklega að fylgjast með mér en vissi þó ekki hver. Daginn eftir sögðu félagar mínir mér að einhver maður hefði verið að spyrja eftir mér og "hann var mjög líkur þér að sjá, gæti verið pabbi þinn". Reyndist það að sjálfsögðu vera rétt. Pabbi hvatti mig til frekari afreka bæði í námi og íþróttum og reyndi ég að standa undir hans væntingum. Árið eftir flutti ég til Reykjavíkur með móður minni og upp frá því tókust með okkur pabba stöðug og góð kynni sem þó hefðu bæði mátt vera nánari og tíðari en voru alltaf traust og innihaldsrík.
Pabbi vann lengst af sinnar starfsævi hjá Vita- og hafnamálastofnun ríkisins og þrátt fyrir eða heldur vegna iðnmenntunar sinnar sem bifvélavirki sérhæfði sig í stjórn vinnuvéla og vinnuvélaviðgerðum. Var hann lengi verkstjóri í áhaldahúsi fyrirtækisins en einnig einn helsti sérfræðingur landsins í stjórn og viðhaldi vinnuvéla. Gekkst hann fyrir námskeiðum í stjórn slíkra véla víða um land í mörg ár.
Pabbi tók mikilvægan þátt í hafnargerð víða um land og þótti laginn við að reka niður stálþil við hafnarbakka með stórum krönum. Eitt sinn er til landsins var fluttur stærsti lyftikrani í sögu þjóðarinnar til þess tíma (gat lyft 150 tonnum, upp úr 1960) var hann sjálfkjörinn til að stjórna fyrstur þessu risavaxna tæki.
Pabbi var elstur sinna systkina (fjögur alsystkin og tveir hálfbræður). Lifði hann öll alsystkinin nema yngri systur sína Margréti (Diddu) og hálfbræðurna Jón og Guðlaug sem eru allmiklu yngri en hann var. Það er oft einkenni elstu systkina að þau eru ábyrgðarfyllri og e.t.v. dálítið ráðríkari en þau yngri. Þau þykjast líka oft vita betur en yngri systkinin og var það svo um föður minn. Þó hann væri ekki langskólagenginn var hann vel lesinn og hafði bæði af reynslu sinni og lestri orðið fróðari um ýmsa hluti en gengur og gerist af "venjulegum bifvélavirkja". Strax á stríðsárunum, um tvítugt eða yngri, lærði hann þokkalega ensku og starfaði sem túlkur um tíma hjá breska og bandaríska hernámsliðinu þótt hann væri nokkuð róttækur í pólitík eins og ungra manna er oft siður. Þó efast ég um að hann hafi verið "blóðrauður bolsi" og líklega dofnaði rauði liturinn nokkuð með árunum.
Pabbi lauk sínu lífsstarfi farsællega og með sæmd um sjötugt. Hann sagði þá við mig að hann sæi mest eftir því að hafa ekki hætt starfi nokkrum árum fyrr. Hann átti mörg áhugamál, t.d. ljósmyndun, tölvutækni, ættfræði o.fl. Varð hans reynsla næsta áratuginn eins og margra "lifandi eldri borgara" að hann hafði aldrei haft meira að gera (en þá). Fyrir um tveimur árum veiktist hann skyndilega en þó ekki alvarlega að því er virtist. Mér fannst hann þó aldrei ná sér almennilega eftir það og gæti þá það mein sem leiddi hann til dauða hafa verið farið að grafa um sig. Fyrir einungis þremur vikum uppgötvaðist að hann var haldinn alvarlegu meini á háu stigi og tók hann þá karlmannlegu ákvörðun að hafna meðferð enda engar batahorfur. Hann bar sig vel til hinstu stundar og kvartaði aldrei um verki eða óþægindi. Þegar ég ræddi við hann um horfurnar sagði hann við mig: "Óli minn, ég er alveg tilbúinn að fara, allt fúttið er hvort sem er búið." Kallið kom fyrr en flesta grunaði en eins og málum var háttað var það e.t.v. besta lausn þess sem öllu ræður.
Kæri faðir! Þakkir fyrir allt og allt og far þú í friði.
Ólafur Grétar Guðmundsson.
Faðir minn, Guðmundur Ólafsson, var starfsmaður Vita- og hafnamálastofnunar frá árinu 1957 og til ársins 1990 og vann að hafnargerð víða um land. Hann var ráðinn til stofnunarinnar sem kranamaður og varð síðar verkstjóri við hafnagerðina. Oft var hann langdvölum úti á landi, gat það stundum verið allt upp í 4 mánuði. Þetta var svona fyrstu árin áður en það kom inn í samninga að menn ættu rétt á að koma reglulega á heimaslóðir.
Það var með tilhlökkun þegar ákveðið var að fjölskyldan færi með á vit ævintýranna. Vorum við sumarlangt á framandi stöðum og undu allir glaðir við sitt.
Foreldrar mínir voru á Ísafirði 1962 á vegum Vita- og hafnamálastofnunar og var undirritaður með í för en reyndar undir beltisstað móður minnar og hef ég því oft verið nefndur hálfur Ísfirðingur. Þarna voru einnig Sigurður Anton kranamaður og kona hans Kata, þegar þetta er skrifað er Sigurður nýlega hættur störfum hjá stofnuninni.
Sem dæmi um hvaða áhrif þessi útivera hafði á fjölskylduna þá kynntist móðir mín þar Rannveigu Sigurðardóttur, ráðskonu hjá Sigríði Jónsdóttur á Ísafirði, og varð það upphaf að ævilöngum vinskap þeirra í millum.
Árið 1967 var sanddæluskipið Hákur við dýpkun á Raufarhöfn. Var þetta sanddæluskip sérstaklega ætlað til þess að dæla sandi af lausum botni. Töluverð vinna gat verið við að koma þessum tækjum á staðinn, Hákur var dreginn og dælurörin voru sett um borð í skip og þeim hlaðið upp og fest. Þegar á staðinn var komið voru rörin hífð í sjóinn og svo var slöngubátur með utanborðsmótor notaður við að draga rörin og þau svo skrúfuð saman, en það var gert þannig að maður fór úr bátnum oft upp á hál rörin. Oft var þetta unnið við erfiðar aðstæður jafnvel að vetri til og menn fóru í sjóinn.
Búið var að undirbúa komu okkar og var vel tekið á móti fjölskyldunni, allir starfsmenn stofnunarinnar á staðnum bjuggu í þriggja hæða húsi niðri við höfnina, var þar á jarðhæð mötuneyti og á annarri og þriðju hæð herbergi, við bjuggum á þriðju hæð.
Ekki vorum við eina fjölskyldan á vegum Vita- og hafnamála á staðnum. Guðmundur Lárusson og frú voru þarna með synina Lárus og Óskar, þeir reka í dag bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði.
Árið 1972 var haldið til ævintýraeyjunnar Grímseyjar þar sem vinna við að lengja bryggjuna sem í leið var skjólgarður fyrir ríkjandi áttum.
Faðir minn hafði verið þarna í einhvern tíma áður en hann tók okkur með þannig að hann var staðháttum vel kunnugur. Eitt af því sem hann tjáði mér var að ég ætti eftir að kynnast Óla ísbirni (Þorláks hreppstjóra) en það var strákur á svipuðu reki og ég sem hafði mætt fullvöxnum ísbirni á göngu sinni um eyjuna.
Vinnan fólst í því að undirbúa komu varðskips með steypt ker sem sökkt var við enda garðsins. Grímur Guttormsson kafari vann við það að hlaða upp steypupokum sem höfðu verið útbúnir á bryggjunni.
Með vinnuflokknum var þó nokkuð af tækjabúnaði sem ekki var til í eyjunni, þar má nefna Scania-vörubíla sem fluttu efni úr námu og inn á bryggjuna og fengum við Guddi gamli að sitja í og sáum við um að merkja fjölda ferða á þar til gert blað.
Eitt af því sem ég upplifði í Grímsey var það þegar ofurhugar úr Vestmannaeyjum komu til eyjarinnar á leið sinni hringinn í kringum landið. Þeir voru á Sodiac-bátum og þá vantaði leiðsögumenn á siglingu umhverfis eyjuna, ákveðið var að við færum þrír með þeim en það voru Maggi Bjarna (Bjarna hreppstjóra) Guddi gamli og ég.
Ólafur Ragnarson, þá fréttamaður, kom með lið valinkunnra manna þetta sumar út í eyju og gerðu þeir heimildarmynd sem síðar var sýnd í sjónvarpinu, það var heljar uppistand í eyjunni við komu þessara manna.
Eitt af því sem var ómissandi á þessum stað var að eiga fljótandi far, ég hafði keypt forláta gúmmíbát á Akureyri sem ég hafði unnið mér fyrir á skaki með föður mínum við eyjuna á báta stofnunarinnar.
Sumrin 1977 og 1978 bauðst mér að starfa með föður mínum við boranir og sprengingar fyrir stálþili í Sandgerðishöfn og Hafnarfjarðarhöfn og dýpkun við stálþilið á Grundartanga með sömu starfsaðferðum.
Stofnunin hafði látið útbúa borpramma með tveimur borstólum. Borpramminn var festur í land með vírum og voru spil um borð þannig að hægt var að færa hann eftir borplaninu sem tæknimenn stofnunarinnar höfðu útbúið, í þessum verkefnum var það Jóhannes Sverrisson sem sá um verkin, en hann starfar enn hjá stofnuninni. Í landi var loftpressa sem skaffaði loft bæði fyrir kafarann og borstólana. Á bryggjuna var sett upp flóðbretti þannig að á hverjum tíma mátti sjá sjávarstöðuna. Til þess að komast á milli var opinn stálbátur með mótor. Um borð í borprammanum var Listerljósavél sem sá okkur fyrir ljósi og hita í tveimur vinnuskúrum sem voru um borð. Boraðar voru holur í botn hafnarinnar og hélt faðir minn mjög nákvæmar skrár yfir sjávarhæð og hversu djúpar holurnar urðu, hjá okkur bormönnunum og síðan var það Sammi kafari sem fóðraði holurnar með plaströrum. Kafarinn var í símasambandi við prammann og þar var það "prinsinn" en það var gælunafnið á aðstoðarmanni kafarans sem var hér Guðjón Frímannsson sem er nýlega hættur. Borholurnar voru hlaðnar með dýnamítspulsum sem búið var að setja í hvellhettur og þær tengdar saman á tengibretti sem flaut á sjónum. Hnallur sem staðsettur var um borð í prammanum var notaður við að sprengja þessar hleðslur. Áður en hleypt var af kallaði faðir minn "skot" og var það hugsað til að láta nærstadda vita og til að fæla frá fugla. Eins og sjá má á þessum skrifum þá var faðir minn ekki bara faðir minn, hann var einnig vinnufélagi og vinur.
Elsku pabbi, takk fyrir allt það sem þú gerðir fyrir mig og mína, þín verður minnst sem góðs föður, tengdaföður og afa. Minning þín lifir.
Þinn sonur,
Guðmundur Guðmundsson.
Elsku afi Guðmundur.
Við kveðjum þig núna eftir ánægjulega samveru. Það var alltaf gott að koma til þín, fá þig til að gera við leikföng sem biluðu hjá okkur, mæla batteríin og kíkja í fínu tölvuna þína. Það verður tómlegt þegar þú ert farinn en við eigum góða minningu um góðan afa sem við munum halda upp á.
Við kveðjum þig með bæninni:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Góða nótt.
Bjarki Ágúst og
Hlynur Óskar.
Minning:
GUÐMUNDUR ÓLAFSSON
Guðmundur Ólafsson, fv. verkstjóri í Hafnarfirði,
fæddist á Smærnavelli í Gerðahreppi í Gullbringusýslu 14. janúar 1923. Hann lést
á St. Jósefsspítalanum þriðjudaginn 30. mars síðastliðinn. Guðmundur var sonur
Ólafs Jóhannesar Guðlaugssonar, búfræðings og veitingamanns í Hafnarfirði, f. á
Kirkjubæjarklaustri í Kirkjubæjarhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu 24. febrúar
1897, d. 2. janúar 1959, og Sveinínu Magneu Vilborgar Eiríksdóttur, f. á
Smærnavelli 22. október 1891, d. 30. júlí 1931. Ólafur Jóhannes var sonur
Guðlaugs Guðmundssonar alþingismanns, f. í Ásgarði í Grímsnesi 8. desember 1856,
d. 5. ágúst 1913, hann giftist 30. maí 1882 Olivu Mariu, f. á Torekov á Skáni í
Svíþjóð 21. mars 1858, d. 22. mars 1937, dóttur Olav Suenson, klæðskerameistara
í Toreskov, og konu hans Marie Franzen. Sveinína Magnea var dóttir Eiríks
Guðmundssonar, f. 21. janúar 1869, d. 3. desember 1933, bónda og sjómanns í
Garðhúsum, og Guðrúnar Sveinsdóttur, f. 14. júní 1875, d. 17. ágúst 1969,
húsfreyju í Garðhúsum í Útskálasókn.
Systkini Guðmundar eru Margrét húsmóðir, f. 25.4. 1924, búsett í Reykjavík, Jóhannes, f. 10.7. 1925, búsettur í Kaupmannahöfn, látinn, Sveinn, f. 31.8. 1926, búsettur í Keflavík, látinn og Þórdís Hulda, f. 12.9. 1927, búsett í Reykjavík, látin. Hálfbræður samfeðra eru Jón K. endurskoðandi, f. 7.5. 1935, búsettur í Reykjavík og Guðlaugur bólstrari, f. 10.11. 1942, búsettur í Reykjavík.
Guðmundur hóf sambúð í júní 1948. Kvæntist 22. júní 1963 Jónínu Magneu Guðmundsdóttur húsmóður, f. 7. ágúst 1923. Foreldrar Jónínu voru Guðmundur Eiríksson sjómaður, f. að Stuðlum á Barðsnesi 22. júní 1874 og kona hans Þórunn Kristjánsdóttir, f. í Kirkjuvogi í Höfnum 12. ágúst 1890, búsett í Höfnum, Norðfirði og síðar í Hafnarfirði.
Sonur þeirra; Guðmundur verkfræðingur, gæðastjóri Siglingastofnunar, f. 7.11. 1962, búsettur í Garðabæ. Maki Þórunn Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 26.8. 1970. Eiga þau saman tvo syni; Bjarka Ágúst, f. 21.12. 1993 og Hlyn Óskar, f. 24.6. 1996.
Fyrri sambúð með Önnu Friðriksdóttur, f. í Pottagerði í Staðarhreppi í Skagafirði 25. des. 1915, d. 12. ágúst 2002. Foreldrar hennar voru hjónin Friðrik Sigfússon bóndi, f. á Brenniborg í Neðribyggð í Lýtingsstaðahreppi 20. des. 1879, d. 12. okt. 1959, og kona hans Guðný Jónasdóttir frá Hróarsdal í Hegranesi, f. 16. mars 1877, d. 29. apríl 1949.
Sonur þeirra er Ólafur Grétar augnlæknir, f. í Hafnarfirði 26. febrúar 1946, búsettur í Reykjavík. Fyrri kona hans er Lára Margrét Ragnarsdóttir. Þau skildu. Börn þeirra eru Anna Kristín, f. 26. mars 1966, Ingvi Steinar, f. 24. mars 1973, og Atli Ragnar, f. 14. mars 1976. Seinni kona Ólafs Grétars er Steinunn Aagot Kristjánsdóttir, f. 15. september 1962.
Guðmundur fluttist úr Garðinum til Reykjavíkur 1930 með foreldrum sínum og þaðan til Hafnarfjarðar um áramótin 1940 og bjó þar síðan. Hann starfaði við akstur og bílaviðgerðir til 1950, var á bátum og togurum til 1957. Guðmundur komst af þegar M/s Edda fórst í ofsaveðri í Grundarfirði 16. október 1953. Hóf störf hjá Vita- og hafnamálastofnun 8. maí 1957. Hann tók sveinspróf í bifvélavirkjun 24. nóvember 1968. Starfaði sem vinnuvélstjóri og bifvélavirki til 1977 og verkstjóri hjá stofnuninni til 1991 er hann lét af störfum í árslok. Guðmundur var meðlimur í Félagi bifvélavirkja og félagi í Verkstjórafélagi Reykjavíkur.
Útför Guðmundar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15.
Morgunblaðið 6. apríl 2004.
7 ára 50 ára 30 ára
Guðmundur Ólafsson fv.
verkstjóri,
Álfaskeiði 96 Hafnarfirði, f. 14. janúar
1923
Smærnavelli
Gerðahrepp Gullbringusýslu,
d. 30. mars 2004.
|
|
|
Starfsferill
Foreldrar Guðmundar voru Ólafur Jóhannes Guðlaugsson f. 24.2.1897 á Kirkjubæjarklaustri d. 2.1.1959 í Reykjavík, búfræðingur og veitingamaður búsettur í Reykjavík og Hafnafirði. Fyrri k.h. Sveinína Magnea Vilborg Eíríksdóttir f. 22.10.1901 í Smærnavelli í Gerðahrepp d. 30.7.1931, húsmóðir.
Guðmundur fluttist úr Garðinum til Reykjavíkur 1930 með foreldrum sínum og þaðan til Hafnafjarðar um áramótin 1940 og hefur búið þar síðan. Hann starfaði við akstur og bílaviðgerðir til 1950, var á bátum og togurum til 1957. Guðmundur komst af þegar M/s Edda fórst í ofsaveðri í Grundarfirði 16. október 1953. Hóf störf hjá Vita- og hafnamálstofnun 8. maí 1957.
Tók sveinspróf í bifvélavirkjun 24. nóvember 1968. Starfaði sem vinnuvélstjóri og bifvélavirki til 1977 og verkstjóri hjá stofnuninni til 1991 er hann lét af störfum í árslok.
Félagsstörf
Var meðlimur í félagi bifvélavirkja og félagi í verkstjórafélagi Reykjavíkur.
Fjölskylda
Hóf sambúð í júní 1948. Kvæntist 22. júní 1963 Jónínu Magneu Guðmundsdóttir húsmóður f. 7. ágúst 1923. foreldrar Jónínu voru Guðmundur Eiríksson sjómaður f. 22. júní 1874 að Stuðlum á Barðsnesi og k.h. Þórunn Kristjánsdóttir f. 12. ágúst 1890 í Kirkjuvogi í Höfnum, búsett í Höfnum, Norðfirði og síðar í Hafnafirði. Sjá Víkingslækjarætt a. liður bls 41.
Barn þeirra Guðmundur f. 7.11.1962 verkfræðingur forstöðumaður skoðunarsviðs Siglingastofnunar búsettur í Garðabæ. Maki Þórunn Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur f. 26.8.1970. Eiga þau saman tvo syni Bjarka Ágúst f. 21.12.1993 og Hlyn Óskar f. 24.6.1996.
Frá fyrri sambúð Ólafur Grétar Guðmundsson auglæknir f. 26.2.1946 í Hafnarfirði, búsettur í Reykjavík.
Fyrri kona hans er Lára Margrét Ragnarsdóttir, hagfræðingur og þingmaður. Þau skildu. Börn þeirra eru Anna Kristín stjórnmálafræðingur, f. 26. mars 1966, Ingvi Steinar nemi, f. 24. mars 1973, og Atli Ragnar nemi, f. 14. mars 1976.
Seinni kona Ólafs Grétars er Steinunn Aagot Kristjánsdóttir, f. 15. september 1962, stúdent frá MS árið 1982, læknaritari.


Systkyni: Margrét f. 25.4.1924 húsmóðir, búsett í Reykjavík, Jóhannes f. 10.7.1925, búsettur í Kaupmannahöfn, látinn. Sveinn f. 31.8.1926, búsettur í Keflavík, látinn. Þórdís Hulda f. 12.9.1927, búsett í Reykjavík, látin.
Hálfbræður samfeðra Jón K. endurskoðandi f. 7.5.1935, búsettur í Reykjavík. Guðlaugur bólstrari f. 10.11.1942, búsettur í Reykjavík.