Ólafur Jóhannes Guðlaugsson        

                                                         

Ólafur Jóhannes Guðlaugsson fæddist 24. febrúar 1897 á Kirkjubæjarklaustri á Síðu Vestur-Skaftafellssýslu. Lést 2. janúar 1959 í Reykjavík jarðsettur í Fossvogskirkjugarði.  

Niðjatal

Kirkjubæjarklaustur

Útidrykkja

Skírn

Ferming

Munir

Akureyri

Grafreitur

     

Heim

Aldarafmæli

24. febrúar 1997 voru 100 ár frá fæðingu Ólafs Jóhannesar Guðlaugssonar, fjölskyldan kom saman á Gaflinum í Hafnarfirði 2. mars 1997 í tilefni þess.

Fjölskylda

Foreldrar Guðlaugur Guðmundsson sýslumaður og alþingismaður f. 8. desember 1856 í Ásgarði í Grímsnesi og kona 30. maí 1882 Ólíva María Guðmundsson f. Svensson f. 21. mars 1858 á Skáni í Svíþjóð.

Systkini Ólafs: Þórdís María (1881), Karólína Amalía (1882), Guðlaug Valgerður Oktavía (1883), Ásdís Charlotta (1887), Guðmundur Þorkell (1889), Margrét Ólöf (1893), Soffía Fransiska (1898), Kristín Guðný (1900).

Fyrri kona 1922

Sveinína Magnea Vilborg Eiríksdóttir húsmóðir f. 22. október 1901 í Smærnavelli Gerðahrepp, lést 30. Júlí 1931 í Reykjavík jarðsett á Útskálum.

Foreldrar, Eiríkur Guðmundsson f. 21. janúar 1869 á Ketilstöðum í Mýrdal og Guðrún Sveinsdóttir húsmóðir f. 14. júní 1875 í Smærnavelli í Gerðahrepp.

Þau eignuðust fimm börn. Guðmund f. 1923, Margréti f. 1924, Jóhannes f. 1925 látinn, Sveinn f. 1926 látinn, Þórdís Hulda f. 1927 látin.

  Seinni kona 14. janúar 1934

Ingibjörg Guðrún Jónsdóttir húsmóðir f. 22. nóvember 1905 í Reykjavík d. 26. maí 1976. Jarðsett í Fossvogskirkugarði.

Foreldrar, Jón Jónsson f. 30. desember 1878 á Eystri Loftsöðum k.h. 6. nóvember 1902 Anna Jónsdóttir f. 7 júlí 1877 frá Sauðholti.

Þau eignuðust tvo syni Karl Jón f. 7. maí 1935 og Guðlaug f. 10. nóvember 1942. Ingibjörg átti son frá fyrri sambúð Birgir Reynir Sverrisson f. 11. janúar 1931 látinn.

Heimildir: Víkingslækjarætt-Reykjaætt-Vestur-Skaftfellingar ofl.

Guðmundur Ólafsson tók saman í febrúar 1997.  

Námsferill

Búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri í Borgarfirði.

Starfsferill

Bóndi í Ásgarði í Miðneshreppi Gullbringusýslu 1925 til 1929. Umsjónarmaður á Hótel Borg í Reykjavík 1930 til 1939. Veitingarmaður með Hótel Björninn í Hafnafirði 1939 til 1948. Starfaði við veitingahús í Reykjavík eftir það.