Guðmundur Guðmundsson      

                                                                 

Guðmundur Guðmundsson, f. 7.nóv. 1962 í Reykjavík, Véla- og rekstrarverkfræðingur í Garðabæ. Heim

 

Afmælisgrein

40 ára  myndir

Saga

Ættfræði

Gæðamál

Focal gæðamál

ATVG

ATVG2

Bæjarstjórn

Bæjarstjórn2

Verkfræðingar

Focal folder

Web cam

Veiði

Iðnskólinn

Jepparætin/Útivist

Gundur

Öldutúnsskóli

Fjölskylda

For.: Guðmundur Ólafsson, verkstjóri í Hafnarfirði, f. 14. jan. 1923 á Smærnavelli, Gerðahr., Gull., og k. h. Jónína Magnea Guðmundsdóttir, f. 7. ágúst 1923 í Reykjavík.

Föðurfor.: Ólafur Jóhannes Guðlaugsson, búfræðingur og veitingamaður í Hafnarfirði, f. 24. febr. 1896 í Kirkjubæjarklaustri, Kirkjubæjarhr., V.-Skaft., d. 2. jan. 1959, og k. h. Sveinína Magnea Vilborg Eiríksdóttir, f. 22. Okt. 1891 á Smærnavelli, d. 30. Júlí 1931.

Móðurfor.: Guðmundur Eiríksson, sjómaður í Hafnarfirði, f. 12. júní 1874 í Neskaupstað, d. 27. apríl 1935, og k. h. Þórunn Kristjánsdóttir, f. 12. ágúst 1890 í Kirkjuvogi, Hafnahr., Gull., d. 22. nóv. 1966.

-K. Þórunn Stefánsdóttir f. 26. Ágúst 1970 í Reykjavík, hjúkrunarfræðingur.

For.: Stefán Hólm Jónsson, veggfóðrara- og dúklagningameistari í Hafnarfirði, f. 21. febr. 1947 í Reykjavík, og k. h. Vilhelmína Svava Guðnadóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 18. júlí 1948 í Reykjavík.

Börn þeirra: a) Bjarki Ágúst, f. 21. Des. 1993 í Reykjavík b) Hlynur Óskar, f. 24. jún. 1996.

Hálfbróðir Guðmundar, samfeðra, er Ólafur Grétar Guðmundsson, f. 26.2. 1946, augnlæknir, búsettur í Reykjavík.

Námsferill

Raungreinadeildarpróf frá Tækniskóla Íslands 1985. Sveinspróf í stálskipasmíði 1984; meistararéttindi í stálskipasmíði 1986. Próf í 1. Hluta rekstrartæknifræði frá Tækniskóla Íslands 1986. B.Sc.-próf í vélaverkfræði frá Álaborgarháskóla 1988; próf í rekstrarverkfræði frá sama skóla 1990.

Starfsferill

Á samningi í stálskipasmíði hjá Bátalóni hf. 1980-84. Verkstjóri hjá Bátalóni hf. í Hafnarfirði 1984-85. Stálsmiður hjá Vestas A.S., vindmylluframleiðanda DK 1986. Framleiðslustjóri hjá Stálvík hf. í Garðabæ 1987-88. Tæknilegur framkvæmdastjóri hjá Vélsmiðjunni Norma hf. í Garðabæ 1990-95 og fyrir dótturfyrirtæki Norma hf. plastiðnaðarfyrirtækinu Norm-x í Garðabæ frá 1992-95. Markaðsstjóri og aðstoðarrekstrarstjóri hjá Biðfreiðaskoðun Íslands 1995-97. Forstöðumaður skoðunarsviðs hjá Siglingastofnun Íslands 1997-2001; Gæðastjóri Siglingastofnunar Íslands frá 2002.

Félags- og trúnaðarstörf

Formaður Atvinnuþróunarfélags í Garðabæ frá 1994-2000. Formaður Málmsuðufélags Íslands frá 1992-2000. Varabæjarfulltrúi í Garðabæ fyrir Sjálfstæðisflokkin 1997-2002. Varaformaður atvinnuþróunarnefndar Garðabæjar 1997-2002. Í stjórn sjálfstæðisfélagsins 1998-1999. Í blaðstjórn Garðar 1998-1999.