Sveinn Ólafsson 

             

Sveinn Ólafsson f. 31.8.1926, Smærnavelli Gerðahrepp Gullbringusýslu,  búsettur í Keflavík, látinn.

Fjölskylda

Foreldrar Sveins voru Ólafur Jóhannes Guðlaugsson f. 24.2.1897 á Kirkjubæjarklaustri d. 2.1.1959 í Reykjavík, búfræðingur og veitingamaður búsettur í Reykjavík og Hafnafirði. Fyrri k.h. Sveinína Magnea Vilborg Eíríksdóttir f. 22.10.1901 í Smærnavelli í Gerðahrepp d. 30.7.1931, húsmóðir.

Ættartré

Niðjatal

     

Heim

Systkini: Guðmundur f. 14.1. 1923, búsettur í Hafnarfirði, Margrét f. 25.4.1924 húsmóðir, búsett í Reykjavík, Jóhannes f. 10.7.1925, búsettur í Kaupmannahöfn, látinn.  Þórdís Hulda f. 12.9.1927, búsett í Reykjavík, látin.

Hálfbræður samfeðra Jón K. endurskoðandi f. 7.5.1935, búsettur í Reykjavík. Guðlaugur bólstrari f. 10.11.1942, búsettur í Reykjavík.

 

 

mbl.is
Gagnasafn
Grein
 

Föstudaginn 30. desember, 1988 - Minningargreinar

 

Minning: Sveinn Ólafsson slökkviliðsmaður

Fæddur 31. ágúst 1926  Dáinn 20. desember 1988. Um morguninn 20. desember 1988, er ég mætti í vinnuna, bárust mér þær sorglegu fréttir að Sveinn Ólafsson slökkviliðsmaður, einn af starfsmönnum mínum hefði dáið um nóttina. Lát hans kom mér ekki á óvart, en samt var það sárt. Sveinn hafði verið sjúkur í nokkurn tíma, barðist hart við illskeyttan óvin, sem sigraði loks eins og oft er nú raunin, og kannski besta lausnin þegar á allt er litið, eins og hann sjálfur orðaði það, honum var lagið að sjá hlutina í réttu ljósi.

Nafni minn, eins og Sveinn heitinn Eiríksson kallaði hann oft, byrjaðiað vinna í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli 1964. Fljótt kom í ljós að Sveinn var einstaklega laginn maður á allt, hvort sem um var að ræða tæki eða menn, og fór svo að hann var kosinn af félögum sínum strax árið 1968 slökkviliðsmaður ársins á Keflavíkurflugvelli, það er heiður sem fáum hlotnast. Sveinn átti ekkialltaf náðuga daga í lífinu, en tók sínu eins og það var, með skynsemi og af öryggi, sem aðdáunarvert var.

Það var áberandi hvað Svanhvít, eiginkona og ævifélagi Sveins, og hann voru samrýnd, þau voru hvort öðru allt, börðust saman til hinstu stundar. Mér er minnisstætt er ég heimsótti Svein vin minn í síðastasinn í þessum heimi, við hlið hans dvaldi Svanhvít honum til halds og styrktar dag og nótt, og leyndi sérekki að á milli þeirra hjóna ríkti mikil ást.

Sveinn leysti öll störf af hendi of sérstakri natni og hæfni hans var einstök. Hann var öðrum færari að finna lausn á aðsteðjandi vanda í viðgerðum á flóknum búnaði slökkvibifreiða og átti hann stærstan hlut í því að tekist hefur að halda tækjum slökkviliðsins í fullkomnu lagi alla tíð. Þetta er árangur sem ekki þekkist annars staðar hjá okkar atvinnurekanda, bandaríska flotanum, enn eitt dæmið um hvað Sveinn heitinn lagði mikið af mörkum. Hérfyrir nokkrum árum var það svo að starfsmönnum slökkviliðsins var kennd enska og var þá ýmislegt rætt og kom þá fyrir að ýmis orð vöfðust fyrir mönnum, þá var það að Sveinn heitinn kom með réttu orðin og réttar þýðingar, alltaf tilbúinn að hjálpa félögunum. Hann var sérstaklega vel að sér í enskri tungu. Hann starfaði fyrir bandaríska herinn strax á stríðsárunum, þannig að lengi hafði hann starfað og haldið tryggð við sama atvinnurekanda. Sveinn tók að sér ýmis sérverkefni í starfinu og var sendur utan til náms í fræðum slökkviliðsins, einnig lauk hann við sérnámskeið í faginu hérna heima og var öll hans þátttaka í því sem öðru honum og okkur öllum til mikils sóma.

Sveins Ólafssonar verður lengi minnst í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli, nafn hans og verk hafa grópast fast og munu standa áfram öðrum mönnum til eftirbreytni og velfarnaðar. Blessuð sé minning hans.

Eiginkonu og öðrum ástvinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur á þessari saknaðarstundu. Guð styrki ykkur.

Haraldur Stefánsson slökkviliðsstjóri,

Keflavíkurflugvelli.



 

Prentvæn útgáfa




 

© Morgunblaðið, 2003

 

mbl.is
Gagnasafn
Grein
 

Föstudaginn 30. desember, 1988 - Minningargreinar

 

Sveinn Ólafsson

Með örfáum orðum viljum við vakt félagar Sveins minnast hans, Sveins minnast hans, kveðja og þakka góða samfylgd öll þau ár, sem við höfum fengið að starfa með honum í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli, þau hefðu orðið 25 í marz á næsta ári.

Hans sérgrein var viðhald og viðgerðir á bifreiða- og tækjaflotanum sem slökkviliðið hefur til umráða.

Þessari sérgrein sinnti Sveinn meðsérstökum ágætum, hann hafði mikla reynslu fyrir sem hann átti mjög auðvelt með að bæta við og aðlaga þeim öru breytingum sem átt hafa sér stað, einnig átti hann stóran hlut í að betrumbæta og auka öryggi tækja okkar, en þær breytingar hafa náð langt útfyrir okkar slökkvilið. Sveinn var mikill hæfileikamaður, á eldstað var hann ætíð ein styrkasta stoðin, yfirvegaður eins og alltaf kunni hann einhver ráð ef eitthvað ætlaði að fara úr skeiðis.

Nærvera hans var okkur mikill styrkur í orðsins fyllstu merkingu. Hann er einn af fáum sem hafaverið valdir af okkur vinnufélögun um, slökkviliðsmaður ársins. Kímnigáfa hans var rík, léttur og skemmtilegur vinnufélagi sem gott var að umgangast.

Sveinn bar tilfinningar sínar ekkiá torg en við sem þekktum hann vissum að hann hafði hjartað á réttum stað.

Þrátt fyrir hetjulega baráttu við þann erfiða sjúkdóm, sem Sveinn veiktist af fyrir tæpu ári, gat hún ekki endað nema á einn veg. Hann vissi að hverju stefndi, lagði fastur og öruggur á brattann yfirvegaður eins og alltaf.

Nú er hann lagður af stað í ferðalagið mikla sem fyrir okkur öllum liggur, við biðjum Guð að gefa honum góða heimkomu í landi ljóss og friðar.

Við vottum eiginkonu og öðrum aðstandendum innilega samúð. Minningin um góðan dreng er huggun í harmi.

Vaktfélagar



 

Prentvæn útgáfa




 

© Morgunblaðið, 2003