




Jónína Magnea Guðmundsdóttir húsmóðir, Álfaskeiði 96, Hafnarfirði.
Starfsferill
Jónína
fæddist í Reykjavík en ólst upp í Hafnarfirði. Hún vann við sælgætisgerð
og stundaði verslunarstörf á sínum yngri árum en lengst af hefur hún
stundað húsmóðurstörf.
Á árunum 1943-48 sýndi Jónína dans opinberlega, ásamt Ólafi, bróður sínum. Þau nefndu sig Nínu og Óla. Eflaust muna margir eftir þeim frá tímum kabarettanna, s.s. Hallbjargar og Fischers, Kristjáns Kristjánssonar og Músík-cabarettsins.
Fjölskylda
Jónína hóf sambúð 1948 með Guðmundi Ólafssyni, f. 14.1. 1923, bifvélavirkja og verkstjóra. Þau giftu sig 1963. Foreldrar Guðmundar voru Ólafur Jóhannes Guðlaugsson, f. 24.2. 1897, d. 2.1. 1959, búfræðingur og veitingamaður, og f.k.h., Sveinína Magnea Vilborg Eiríksdóttir frá Smærnavelli í Gerðahreppi, f. 22.10. 1901, d. 30.7. 1931, húsmóðir.
Sonur
Jónínu og Guðmundar er
Guðmundur,
f. 7.11. 1962, verkfræðingur og forstöðumaður skoðunarsviðs
Siglingastofnunar, búsettur í Garðabæ, kvæntur Þórunni Stefánsdóttur hjúkrunarfræðingi
og eiga þau saman tvo syni.
Sonur Guðmundar Ólafssonar frá fyrri sambúð er Ólafur Grétar Guðmundsson, f. 26.2. 1946, augnlæknir í Reykjavík, var kvæntur Láru Margréti Ragnarsdóttur, hagfræðingi og alþm. þau skildu, og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn.
Bróðir
Jónínu, samfeðra, var Guðmundur Guðmundsson, f. 6.4. 1905, nú látinn,
kenndur við Ölduna, var búsettur í Hafnarfirði og í Reykjavík.
Alsystkini Jónínu: Erika, f. 5.1. 1909, nú látin, var búsett í Hafnarfirði; Kristín, f.9.7. 1910, nú látin, var búsett í Reykjavík; Þórður Guðni, f. 14.11. 1912, nú látinn, var búsettur í Hafnarfirði;Vilhelmína, f. 15.9. 1914, nú látin, búsett í Hafnarfirði og Reykjavík; Jóhanna, f. 17.2. 1916, búsett í Hafnarfirði og Reykjavík; Stefanía, f. 8.10. 1917, búsett í Hafnarfirði; Ólafur, f. 16.6. 1928, búsettur í Reykjavík og Garðabæ.
Foreldrar
Jónínu voru
Guðmundur
Eiríksson,
f. 24.6. 1874, sjómaður í Höfnum, á Norðfirði og síðast í Hafnarfirði,
og k.h., Þórunn Kristjánsdóttir, f. 12.8.
1890, húsmóðir.